sunnudagur, nóvember 05, 2006

Um vaxtarlag spámanna

Spámaðurinn var úti á þekju í Kraganum, spáði sigurvegaranum 3. sæti en þeim sigri sem lenti í 4. sæti. Annað var eftir því. Þetta var hörkuspennandi en spennan var milli Þórunnar og Gunnars, Árni Páll var aldrei að taka þetta.

Spáin gekk betur í Norðaustur, þar voru þrjú efstu rétt. Ótrúlega öflug niðurstaða fyrir Kristján L. Möller að fá 69% atkvæða í fyrsta sætið, líklega er hann orðinn öruggt ráðherraefni fái flokkur hans aðild að ríkisstjórn. Væntanlega mun Ragnar Sverrisson kaupmaður á Akureyri nú fara að tala enn og aftur um nauðsyn þess að Akureyringar bjóði fram sérstakan lista en miðað við gengi Benedikts Sigurðarsonar, fulltrúa Akureyringa í þessari baráttu, er lítil eftirspurn eftir þessari póstnúmerahugsun í bænum.

Það væri athyglisvert að ræða niðurstöðuna í Norðvestur við Önnu Kristínu Gunnarsdóttur. Nú er Kristján frá Siglufirði, smábæ á Norðvesturhorninu, ekki einu sinni í almennilegu vegasambandi við restina af kjördæminu. Samt rúllar hann þessu upp. Póstnúmerið var honum ekki til trafala, kallinn er bara það öflugur.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæll -

já ekki gekk þetta hjá Guðmundi og Jakobi í þetta skiptið - athyglisvert.

Að öðru. Ég sé að Hallgrímur Helga og Oddný eru stuðningsmenn Steinunnar Valdísar. Eru málefnaleg rök fyrir því eða eiginhagsmunir?

ég segi nú bara svona

Nafnlaus sagði...

Ég sé að spáin fyrir Suðurlandið hér að neðan hefur breyst og hlutur Lúðvíks ekki eins rýr. Ég held samt að hann nái fyrsta sætinu ;)

Nafnlaus sagði...

Umm... fulltrúi póstnúmers 600 lenti í 3. sæti.

Pétur Gunnarsson sagði...

Já póstnúmer 600 í 3ja sæti, en það var nú ekki það sem þessir áhugamenn um sérframboð akureyrar voru að tala um, þeir segja að Akureyri þurfi að eignast "sinn ráðherra". 3ja sætið er óvíst þingsæti og örugglega ekki ráðherrasæti.