fimmtudagur, september 28, 2006

Inn í skápinn

Staksteinar taka í dag í hnakkadrambið á frjálshyggjudeild Sjálfstæðisflokksins og vilja að þeir hafi hægt um sig á kosningavetri og séu svolítið miðjumannslegir. Ég bíð enn eftir að heyra Sigurð Kára og Pétur Blöndal tjá sig um Íbúðalánasjóðsstýrihópslokaniðurstöðuna. Það verður gaman að sjá hvort þeir taka mark á Staksteinum í því efni.

Engin ummæli: