fimmtudagur, september 14, 2006

Kunnugleg rödd

Spurningin um aðildarviðræður við ESB "er ekki raunverulegt viðfangsefni í íslenskum stjórnmálum," segir forsætisráðherra.

Málið er ekki á dagskrá sagði forveri hans á formannsstóli í Sjálfstæðisflokknum árum saman, eins og íslenskt þjóðfélag snerist í kringum höfuð hans. Með tímanum fór nákvæmlega það að gerast.

Ég efast um að nýi forsætisráðherrann sé maður með svo mikið aðdráttarafl. En yfirlýsingin finnst mér benda til þess að ekki vanti í hann suma aðra af eiginleikum eldri árgerðarinnar.

Sjá nýja könnun Samtaka iðnaðarins hér.

Engin ummæli: