miðvikudagur, september 13, 2006

Lúðvík á leikinn

Sá í kvöldfréttunum að sú saga sem ég hafði heyrt er rétt að Dofri Hermannsson er launaður starfsmaður Samfylkingarinnar og hefur sem slíkur verið að vinna að mótun nýrrar umhverfisstefnu fyrir flokkinn undanfarna mánuði. (Hvar var annars varaformaður Samfylkingarinnar á þessum blaðamannafundi?)

Hin nýja umhverfisstefna Samfylkingarinnar kemur væntanlega fyrst til framkvæmda hjá bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Stækkun í Straumsvík er næsta hugsanlega stóriðjuverkefni hér á landi. Bæjarstjórnin er búin að selja Alcan lóð undir stækkun í Straumsvík og mun hafa úrslitaáhrif um hvort af stækkuninni verður. Lúðvík Geirsson og Gunnar Svavarsson, sem stefnir á fyrsta sæti Samfylkingarinnar í Kraganum, hafa málið á valdi sínu.

1 ummæli:

Pétur Gunnarsson sagði...

Hér kom áðan fyrsta nafnlausa skítakommentið og þá ákvað ég að til þess að setja inn komment þyrfti að skrá sig, annars hafa margir gefist upp á að reyna að halda þessum kommentafídus úti. Ég ætla að gefa honum séns og sjá hvað gerist.