laugardagur, september 16, 2006

Milljarðar milli vina

Mögnuð grein Magnúsar Kristinssonar í sunnudagsmogganum. Þarna eru lýsingar á Straumi og Novator og viðskiptunum með Kaldbak sem væri gaman að heyra sérfróða tjá sig um í fréttum á morgun.

Þarna eru líka svona kaflar:
"[...Björgólfur Thor hóf] feril sinn í viðskiptum í brugghúsi í Rússlandi og umgekkst þar eflaust eingöngu fólk sem er jafnvant að virðingu sinni og hann. Hann hefur þannig ekki sama reynsluheim og ég sem hef í gegnum tíðina einkum haft samskipti við venjulegt fólk úr mínu nánasta umhverfi, í Vestmannaeyjum aðallega, auk sjómanna og útvegsmanna á Íslandi. Í þeim hópi hef ég ekki þótt undarlegri en aðrir Eyjapeyjar."

Engin ummæli: