föstudagur, september 22, 2006

Róbert kominn með nýja vinnu?

Óstaðfestar fréttir herma að Róbert Marshall sé búinn að ráða sig til vinnu í nýja Morgunblaðshúsinu, hjá fyrirtæki tengdu Árvakri.

Óvænt og setur suma atburði undanfarinna daga í nýtt ljós ef rétt reynist. Rétt er að halda þeim fyrirvara til haga en maður má samt spekúlera.

Í ljósi þess að Róbert og Sigurður G. Guðjónsson eru gamlir félagar, sem meðal annars gengu saman á tind Kilimanjaro (er það ekki skrifað svona?) fyrir nokkrum árum, þá þarf þetta kannski ekki að koma á óvart.

Sigurður G. á dreifiveituna Hive, tímaritaútgáfuna sem áður hét Fróði, stóran hlut í útgáfufélagi Blaðsins, sem hefur aðsetur í Moggahúsinu, og nokkrar útvarpsstöðvar. Það þarf ekki mikla skarpskyggni til þess að sjá að hér er fjölmiðlaveldi í fæðingu þótt enn vanti einhverja kubba í púsluspilið.

ps. Ég sagði ykkur að hann mundi skúbba aftur í dag.

Engin ummæli: