þriðjudagur, október 10, 2006

Aukaatriði og aðalatriði

Hleranamálin verða ólíkindalegri með hverjum deginum sem líður, nú síðast með þessum yfirlýsingum Jóns Baldvins. Það er ekkert einkamál sagnfræðinga að komast til botns í þessu, þetta er rammpólitískt viðfangsefni í samtímanum, ekki síst þegar menn standa frammi fyrir umræðu um að setja svona starfsemi lagaramma í fyrsta skipti. Hvernig á það að vera hægt án þess að vita hvernig staðið hefur verið að verki til þessa?

Það hefur ekkert að segja að takmarka slíka rannsókn við einhverja sex dómsúrskurði. Ég vil virða Jóni Baldvin það til vonkunnar að hafa ekki tekið málið upp á sínum tíma, ætlað Bandaríkjamönnum verknaðinn og látið kyrrt liggja fyrr en nú þegar öll þessi umræða kemur fram og það eru teknar að renna á menn tvær grímur um þennan þátt í sögunni.

Engin ummæli: