miðvikudagur, október 04, 2006

Bjarni þreifar á framsóknarmönnum

Bjarni Harðarson, blaðamaður, ritstjóri Sunnlenska Fréttablaðsins, er að íhuga að bjóða sig fram í 2. sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi.

Bjarni hefur undanfarna daga talað við fjölmarga framsóknarmenn og kannað undirtektir við framboð sitt. Ákvörðun um aðferð við uppstillingu liggur ekki fyrir en verður tekin í nóvemberbyrjun.

Þingmenn Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi eru Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, sem skipaði 1. sæti listans síðast og Hjálmar Árnason, formaður þingflokksins, sem skipaði 2. sætið. Í 3. sæti var síðast Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri á Flúðum. Talið er að allir hyggist þeir leita eftir endurkjöri.

Engin ummæli: