föstudagur, október 06, 2006

Bókmenntagagnrýnandi ríkisins

Mér finnst það til fyrirmyndar hjá Jóni Sigurðssyni iðnaðarráðherra að fara út í samræður um Draumalandið, eins og hann gerði á fundi Samtaka iðnaðarins og Mogginn segir frá. Reyndar áttar maður sig ekki alveg á sjónarmiðum hans nema hafa bókina fyrir framan sig en maður áttar sig á því að hann leggur sig fram um að vera málefnalegur og ber fulla virðingu fyrir efninu. Ætli það hafi áður gerst að ráðherra hafi lagst í bókmenntagagrýni með þessum hætti?

Engin ummæli: