mánudagur, október 02, 2006

Fjórir Eyjamenn í prófkjörum á Suðurlandi?

Spurningin er víst ekki hvort Róbert Marshall fer í prófkjör á vegum Samfylkingarinnar heldur hvar. Ég sagði frá því um daginn að rætt væri um að hann ætlaði sér í prófkjörið í Reykjavík. Samfylkingarfólk á Suðurlandi býst líka við því að Róbert fari fram þar enda borinn og barnfæddur Eyjapeyi eins og kunnugt er og leysti Árna Johnsen af í Brekkusöngnum meðan Árni var á Kvíabryggju.

Ef Róbert lætur slag standa verða amk fjórir Eyjamenn að sækjast eftir þingsæti í prófkjörum næstu vikna, því báðir þingmenn Eyjamanna, Lúðvík Bergvinsson, Samfylkingu, og Guðjón Hjörleifsson, Sjálfstæðisflokki, sækjast eftir endurkjöri. Svo er auðvitað Árni Johnsen.

Engin ummæli: