mánudagur, október 09, 2006

Hvernig eru tekjumöguleikarnir?

Davíð Logi segir í Mogganum að það blási byrlega fyrir framboði Íslands í öryggisráðinu. Ég hef verið svag fyrir þessu framboði, af því að ég hef trúað því að hvort sem kosningin vinnst eða ekki muni gefast tækifæri til þess að ljúka við að umbreyta utanríkisþjónustunni þannig að hún verði hæfari um að móta og framfylgja hér sjálfstæðri utanríkisstefnu, byggða á mati á íslenskum hefðum og hagsmunum í breytilegum heimi.

En eftir að þessi varnarsamningur liggur fyrir, um ósýnilegt tvíhliða varnarsamstarf og sýnilegt samstarf við mennina sem gáfu okkur Abu Ghraib og Guantanamo, þá eru runnar á mig tvær grímur. Ef við erum tilbúin í slíkar æfingar til þess að spara aðildargjöldin að NATO, hvað munu menn láta hafa sig út í þegar í Öryggisráðið er komið?

Engin ummæli: