mánudagur, október 02, 2006

Jómfrúrræða Jóns á kvöldinu hans Steingríms

Meira um stefnuræðuna. Ég sagði hér að ofan að oft sæist gott sjónvarpsefni í þingsalnum. Það gerist hins vegar sjaldnast í umræðum um stefnuræðuna. Fólk sem í utandagskrárumræðum, athugasemdum og andsvörum sýnir mikil tilþrif, tilfinningahita og á köflum leiftrandi mælsku minnir þetta kvöld iðulega á sýslumann a ð lesa upp aðfarargerð. Það er bara Steingrímur J sem blómstrar alltaf á þessu kvöldi, mætir blaðlaus í pontuna eins og endranær og lætur vaða á súðum í viðtengingarhætti. Sjaldnast verða þarna raunverulegar umræður, flestir halda sig við nestið sitt og eyða ekki orði á það sem aðrir hafa sagt.

Það er þó eitt sem gerir þessar umræður athyglisverðar í ár, í þeim mun nýr formaður Framsóknarflokksins í fyrsta skipti stíga í ræðustól Alþingis og flytja boðskap sinn. Í Gallup í kvöld kom fram að flokkurinn situr fastur í 9% fylgi og vinsældir nýja formannsins í ráðherrastóli mælast mitt á milli Björns Bjarnasonar og Sturlu Böðvarssonar. Það er kannski ekki óvænt, því Jón er lítið þekktur, en bendir til þess að hann eigi mikið verk óunnið fyrir kosningar. Það er því mikið í húfi fyrir Jón að honum takist vel upp í kvöld. Ætli hann mæti blaðlaus í pontuna?

Engin ummæli: