mánudagur, nóvember 13, 2006

Atvinnumál

Náttúrufræðistofnun hefur fengið nýjan starfsmann. Róbert Marshall, verðandi þingmaður, hefur fengið það verkefni að vinna við heimasíðu stofnunarinnar í hlutastarfi og sjá um að uppfæra hana.

Forstjóri Náttúrufræðistofnunar er Jón Gunnar Ottósson, eiginmaður Margrétar Frímannadóttur. Róbert er á Suðurlandi talinn pólitískt afkvæmi Margrétar, sem Ingibjörg Sólrún kallaði ljósmóður Samfylkingarinnar.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta starf hefur auðvitað verið auglýst. Ekki er nein kunningjaspilling hjá Samfylkingunni, er það nokkuð?

Nafnlaus sagði...

Það er ekki skylda að auglýsa tímabundin hlutastörf hjá ríkinu.

Nafnlaus sagði...

Sem sagt löglegt en siðlaust

Nafnlaus sagði...

AF hverju siðlaust - hefði verið minna siðlaust að ráða Steingrím Ólafsson í djobbið? Eða blaðamanninn Andrés Magnússon, eða Björn Inga?