fimmtudagur, nóvember 23, 2006

Einfalt svar við einfaldri spurningu

Ómar spyr: Hvað er næst? Vilja tryggingafélögin ekki líka fá heilsufarsupplýsingar, svo hægt sé að hækka iðgjöldin á slysatryggingum þeirra sem spila fótbolta? Svo þau geti neitað að líftryggja þá sem eiga foreldra með krabbamein?

Svarið er já, Mogginn segir frá því í dag að samkvæmt frumvarpi viðskiptaráðherra um vátryggingasamninga eiga tryggingafélögin rétt á upplýsingum um sjúkrasögu ættingja þeirra sem þau tryggja.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Eins og ég skil þetta er engin breyting á málinu. Tryggingafélag má núna eins og áður spyrja þig um veikindi fjölskyldumeðlima og þú ræður hvort þú svarar. Tryggingafélag má ekki spyrja lækninn þinn um veikindi fjölskyldumeðlima, eða réttara sagt þeir megja spyrja en læknirinn má ekki svara.