föstudagur, nóvember 10, 2006

Á Árni Johnsen endurkomu?

Veit ekki vel hvernig þetta fer hjá Sjálfstæðisflokknum í Suður en ætla að skjóta á þetta:

1. Árni Mathiesen
2. Árni Johnsen
3. Kristján Pálsson
4. Drífa Hjartardóttir
5. Björk Guðjónsdóttir
6. Grímur Gíslason.

Samkvæmt þessu væru þrír þingmenn ekki meðal sex efstu: Guðjón Hjörleifsson, Kjartan Ólafsson og Gunnar Örlygsson. Einnig verður spennandi að sjá hvaða mælingu Árni Mathiesen fær í sínu nýja kjördæmi. Veðja á að Suðurnesjamenn vilji láta að sínum mönnum kveða og lyfti Björk og Kristjáni í ágæta niðurstöðu. Tek eftir því að Árni Sigfússon hefur stillt sér upp með Kristjáni Pálssyni í heilsíðuauglýsingu en ég hef ekki séð hann styðja frænda sinn og nafna, Árna Johnsen, með sama hætti. Hvað segir anonymous um þetta og aðrir helstu sérfræðingar? Látið ljósið skína í kommentum. Það er líka spáð hálfvitlausu veðri, sem gæti dregið úr kjörsókn, amk hjá fólki í dreifbýlinu.

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Menn virðast almennt vera sammála um fyrstu tvö sætin. Síðan rokkar þetta til varðandi neðri sætin. Einn innvígður og innmúraður taldi Kjartan eiga þokkalega möguleika þar sem hann er úr Árnessýslunni. Björk Guðjónsdóttir ætti betri möguleika en Kristján Pálsson (sérframboð og allt það). Skiptar skoðanir eru um Grím Gísla, en hann er kröftugur.

Árni Sigfússon mætti á fund með frænda sínum og nafna hér í Eyjum, þannig að ÁS dreifir stuðningnum bara frekar jafnt. Verður flottur í baráttunni eftir 4 ár :)

Kv. Eygló

Einar Mar sagði...

Ég er ekki viss um að Sjálfstæðismenn séu búnir að fyrirgefa Kristjáni sérframboðið og tel að hann verði neðar. En við skulum sjá hvað Suðurnesjamenn gera. Þeir fóru halloka hjá Samfylkingunni sameinast kannski um sína menn núna.

Nafnlaus sagði...

Sæll

Ég heyrði þessa spá um Sjálfstæðisflokkinn í Suðurkjördæmi:

Árni Mathiesen
Árni Johnsen
Guðjón Hjörleifsson
Gunnar Örlygsson
Lalli JohnsK.

Nafnlaus sagði...

Ef Árni Johnsen á marga stuðningsmenn eins og Russel Crowe, samanber bls. 21 í Mogganum í dag, gæti verið erfitt að taka annað sætið. Eftir því sem ég best veit er Russel Crowe ekki með kosningarétt í Suðurkjördæmi...

Grimur sagði...

Árni Matt
Árni Johnsen
Dríf Hjartardóttir
Kjartan Ólafsson

Nafnlaus sagði...

Eru menn í alvöru að spá Árna Johnsen öðru sæti??? Verð nú bara að segja að mér þætti það alveg galið og áfall fyrir flokkinn. En ég er svo sem í allt öðru kjördæmi.

Jón.

Nafnlaus sagði...

Það er afskaplega erfitt að spá þarna. Tel að Árni Matt fái afgerandi kosningu í 1 og Drífa í 2. Svo fer þetta að verða óljósara. Reynslan sýnir þó að þingmenn fá jafnan mikið fylgi, nema því aðeins að þingmennska þeirra hafi valdið miklum vonbrigðum. Árni Johnsen olli alls ekki vonbrigðum með þingmennsku sína, þvert á móti, hins vegar olli hann vonbrigðum á öðrum sviðum og óvíst hvaða áhrif það hefur. Sjálfstæðismenn eiga yfirleitt mjög erfitt með að fyrirgefa liðhlaupum, spurning hvort það dugir Kristjáni að Árni Sigfússon reynir að endurreisa hann. Gunnar Örlygsson á af þessum sökum enga möguleika og hefur í ofanálag ekki sýnt neina takta á þinginu. Drífa hefur unnið mikið og þétt fyrir sitt kjördæmi og ræktað garðinn sinn, hefur ímynd hins hægláta, en trausta þingmanns. Gaui bæjó er í fortíðarvanda frá bæjó-árunum í Eyjum. Grímur er vel kynntur í Eyjum, en nær það lengra? Svo er það spurningin um dreifingu atkvæða, sameinast Eyjamenn um einn af þessum þremur sem þaðan koma, eða dreifast atkvæðin? Fylgja þeir Gauja eða Árna, hvað segir Arnar Sigurmunds um það? Eyverjarnir eiga ekki mikið fylgi út fyrir Eyjar og galgopalegar auglýsingar Johnsens hjálpa honum alls ekki uppi á landi.
Eftir þessar vangaveltur hljóðar mín spá svona:
1. Árni Mathiesen
2. Drífa
3. Kjartan (fær traust fylgi Árnesinga og slatta annars staðar, enda líta Suðurnesjamenn á Mathiesen sem sinn fulltrúa, er þingmaður)
4. Árni Johnsen (Eyjamenn flykkja sér á bak við hann og vænta áframhaldandi fyrirgreiðslu af hans hálfu)
5. Björk (endurnýjunarþörfin og kvennamómentið vinna með henni)
6. Guðjón (Eyjamenn aftur, þeir vega þungt og munu kjósa alla sína menn í eitthvað sæti, svo er hann þingmaður og hefur unnið ágætlega á þinginu, það vigtar).

Þessi spá er alls ekki sett fram í neinni vissu eða öryggi, þ.e. 3.-6. sæti, en ég er nokkuð viss um tvö efstu. Það má allt eins skipta Kristjáni og Grími inná í 5.-6., en ofar verða þeir ekki.

Nafnlaus sagði...

Menn mega ekki gleyma hve marga Eyjamenn Árni hefur að baki sér. Þeir gætu staðið með Árna allir sem einn. Hann gæti því allt eins náð langt. Atkvæði Eymanna skiptast þó hugsanlega á milli Guðjóns og Árna.
Menn mega heldur ekki gleyna Drífu Hjartar sem hefur verið vel metin á Suðurlandi; ekki víst að Sunnlendingar sé ánægðir með Árna Matt hennar vegna og láti hann gjalda þess.
Mín spá er:
Árni Matt Drífa og Árni Johnsen gætu öll lent í fyrsta. Get ekki spáð fyrir um hver fari í hvaða sæti en þau í þeim efstu. Síðan Guðjón og Þá Krisján Páls.

Nafnlaus sagði...

Ég held að Drífa nái öðru sætinu, held að hún fljóti með Árna Matt og svo auðvitað á sínum verkum, en hún hefur tvisvar orðið starfandi leiðtogi þarna við erfiðar aðstæður; við afsögn Árna Johnsen og svo andlát Árna Ragnars. Þetta er allavega mín spá. Tel að Árni verði í 3. - 4. hið efsta.

bestu kveðjur
Stefán Friðrik Stefánsson
stebbifr.blog.is

PS: Þakkir fyrir tengilinn Pétur