fimmtudagur, nóvember 02, 2006

Getraun dagsins

Það virðist skollið á stríð milli Einars K. Guðfinnssonar og Moggans. Man ekki í fljótu bragði eftir viðlíka skeytasendingum milli blaðsins og ráðherra Flokksins. En, málið er þetta:
Um hvaða menn er leiðari Moggans að tala, þegar hann segir þetta?
"Það eru til dæmi úr sögu Sjálfstæðisflokksins um stjórnmálamenn í þeim flokki, sem byggðu stjórnmálaferilinn að verulegu leyti á því að hnýta í Morgunblaðið fyrir skoðanir þess. Ætli Einar K. Guðfinnsson sé að bætast í þann hóp?"
Svör óskast í kommentakerfið.

Engin ummæli: