mánudagur, nóvember 20, 2006

Að kljúfa rekavið

Rétt svar hefur borist við getraun gærdagsins í kommentakerfið. Það var Bjarni Guðnason, prófessor og þá þingmaður Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, sem lét þessi orð falla um stofnanda flokksins Vestfjarðagoðann Hannibal Valdimarsson á alþingi vorið 1974, skömmu áður en Ólafur Jóhannesson rauf þing og boðaði til kosninga. Hannibal rakst víst ekki vel í flokki og fannst lýðræðið best þegar niðurstaðan var honum sjálfum hagstæð. Þegar Bjarni lét þessi ummæli falla var Hannibal farinn fyrir borð í ríkisstjórnarsamstarfi sem hann hafði sjálfur átt þátt í að stofnað var til.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hannibal vissi bara betur!!!