sunnudagur, nóvember 19, 2006

Hvað gerir Ásgeir Friðgeirsson?

Valdimar L. Friðriksson hefur ákveðið að yfirgefa Samfylkinguna. Valdimar kom inn á þing þegar Guðmundur Árni hætti og fór til Svíþjóðar. Þá átti Ásgeir Friðgeirsson að taka sæti Guðmundar Árna en hann kaus að halda áfram starfi sínu fyrir Björgólf og BTB. Nú vaknar spurningin: á Ásgeir leið til baka? Er Valdimar fullvaxinn þingmaður eða hefur hann í raun og veru bara stöðu varaþingmanns fyrir Ásgeir Friðgeirsson? Getur Ásgeir nú skrifað forseta Alþingis bréf og sagt: Aðstæður mínar hafa nú breyst og ég geri kröfu til þess að taka þingsætið sem losnaði þegar Guðmundur Árni fór til Svíþjóðar. Ég veit það ekki en ætla að veðja á að menn í Samfylkingunni séu nú að hvetja Ásgeir til þess að láta á þetta reyna.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ef ég man rétt þá afsalaði Ásgeir sér þingmennsku og á því ekki lengur tilkall til þingsætis, ekki frekar en Davíð Oddsson gæti komið núna allt í einu og heimtað að fá það þingsæti sem hann hlaut í kosningunum 2003.

Nafnlaus sagði...

Sæll

Ásgeir baðst lausnar af framboðslistanum. Hann hefði auðvitað orðið þingmaður er GÁS hélt út til sendiherrastarfa en sagi sig frá þingmennskunni. Listinn færðist því upp og Ásgeir er dottinn úr skaftinu. Valdimar Leó er fullgildur þingmaður, enda næsti varamaður og færðist upp listann við afsögn GÁS og ákvörðun ÁF að afþakka þingsætið. Þannig er nú það. Spurningin nú er hvort Valdimar Leó fari í framboð fyrir Frjálslynda.

Nafnlaus sagði...

Sæll

Ásgeir baðst lausnar af framboðslistanum. Hann hefði auðvitað orðið þingmaður er GÁS hélt út til sendiherrastarfa en sagi sig frá þingmennskunni. Listinn færðist því upp og Ásgeir er dottinn úr skaftinu. Valdimar Leó er fullgildur þingmaður, enda næsti varamaður og færðist upp listann við afsögn GÁS og ákvörðun ÁF að afþakka þingsætið. Þannig er nú það. Spurningin nú er hvort Valdimar Leó fari í framboð fyrir Frjálslynda.

mbk. Stefán Fr.
stebbifr.blog.is

Nafnlaus sagði...

Gunnar I. Birgisson hélt þingmennsku allt fyrsta árið sem bæjarstjóri og Sigurrós Þorgrímsdóttir var því einungis varamaður það ár. Hins vegar afsalaði hann sér þingmennsku eftir sveitarstjórnarkosningarnar í vor og þá varð Siggurrós fullgildur þingmaður.