sunnudagur, nóvember 26, 2006

Hvar eru þau nú?

Formaður Framsóknarflokksins er búinn að gera upp við Íraksstríðið og hið sama gerði ritstjóri Morgunblaðsins í Kastljósi í kvöld. Kannski fer að koma að því að forystumenn Sjálfstæðisflokksins geri hið sama. Er ekki tími til kominn? Í drottningarviðtali á Stöð 2 um daginn var Geir H. Haarde gefið færi á hinu sama en hann notaði sér það ekki heldur fór með þulu um lýðræði í Írak. Er þetta boðlegt?

11 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Á þetta að lesast sem: Nú hafa framsóknarmenn hreinsað hendur sínar af þessum hryllingi sem þeir hafa þó staðið á bakvið allir nema einn í allan þennan tíma - Sjallar verða að bera alla ábyrgðina á því að við erum enn á þessum lista? Spyr sú sem ekki veit.

Nafnlaus sagði...

Ég spyr hana sem ekki veit, hvaða Framsóknarmenn hafa staðið allir sem einn á bakvið ákvörðuninni um Íraksstríðið?

Ég veit ekki betur en Framsóknarmenn hafi verið mjög ósáttir við ákvörðunina um Íraksstríðið, sem var þröngvað upp á þá af fyrrum formanni Sjálfstæðisflokksins. En skilaboðin frá Jóni voru skýr til Sjálfstæðismanna og allra annarra sem halda að þeir geti ýtt Framsóknarmönnum til hliðar og út í horn, - hingað og ekki lengra!

Með kveðju úr Suðurkjördæmi,

Eygló Harðardóttir

Gestur Svavarsson sagði...

Ég tek undir þetta með Helgu Völu. Það er greinilega einhver draugur í kommentavélinni hjá þér kæri Pétur, því af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hanga mín skilaboð ekki lengi inni.

Ég spyr nú um þetta sama og tek undir með Helgu Völu. Ég get ekki lesið þetta öðruvísi en hún. Ég get ekki lesið þetta þannig að Halldór Ásgrímsson beri þessar byrðar einn og aðrir hafi hreinar hendur. Framsóknarflokkurinn er í þessri ríkisstjórn, þessari sömu ríkisstjórn, og hún ber ábyrgð, er það ekki??

Pétur Gunnarsson sagði...

ég veit ekki hvað ef eitthvað þú ert að gefa í skyn gestur en kommentaðu eins og þú vilt, hér er engu eytt nema gerð sé grein fyrir því jafnóðum og ef þú hefur ekki verið annar tveggja anónímusa sem hafa gubbað hér á gólfið hjá mér hefur ekkert verið átt við þínar sendingar.

Gestur Svavarsson sagði...

Sæll félagi.

Nei, andaðu bara rólega, ég var bara að lenda í þessu sisvona, var ekki að brigsla þér um neitt, hef enga ástæðu til að halda að þú hafir átt við athugasemdirnar, ef þú heldur það.

Var bara létt pirraður á bloggernum, eing og gengur og gerist.

Öndum bara með nefinu - það er oft ágætt :-)

gammur.blogspot.com

Pétur Gunnarsson sagði...

það er mjög gott að anda með nefinu, sannkölluð guðsgjöf.
helga vala: ráðherrar bera hver og einn ábyrgð á sínum stjórnarathöfnum, ríkisstjórn er ekki fjölskipað stjórnvald, ég hélt að það væri lögfræði 101, hins vegar bera þeir flokkar sem standa að stjórninni auðvitað pólitíska ábyrgð á því að veittur var eftirfarandi stuðningur: 1. yfirflugsheimildir. 2. heimildir til lendingar. 3. vilyrði fyrir "uppbyggingu" að loknu þessu ólánsstríði. Listinn var ekki gerningur ríkisstjórnar eða ráðherra heldur bandaríkjamanna -framsetning þeirra. Það voru ótal framsóknarmenn sem hafa mótmælt þessu fyrir og eftir kosningarnar 2003, t.d. Páll Magnússon, Guðni Ágústsson og fleiri, nágranni þinn hefur ekki sérstöðu í því, hann hefur hins vegar valið aðrar aðferðir en flestir hinna til þess að halda sínu máli á lofti, jafnan þær aðferðir sem tryggja honum persónulega hámarksathygli.

Nafnlaus sagði...

Uss, mér þykir Framsóknarflokkurinn heldur billegur í þessu máli. Júníummæliþá tilvonandi formanns segja ýmislegt um þetta mál. Merkilegt hvað Framsóknarflokkurinn þarf að sitja uppi með þetta mál - en það er væntanlega vegna þess hve margir voru á móti þessu innan flokksins. En það er ekki hægt að þvo sér núna - það hefðu menn átt að gera með því að ganga úr ríkisstjórninni fyrir eins og 3 árum.....

Pétur Gunnarsson sagði...

Í júní vísaði hann til þess að hann hefði ekki kynnt sér þær upplýsingar sem þeir byggðu á, það hefur hann gert nú. Auðvitað hefði átt að koma til greina að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu út af þessu. En þetta sem er áþreifanlegast í þessu í dag er pólitísk ábyrgð á því að hafa ekki ráðgast við alþingi og utanríkismálanefnd í ljósi þess hvernig þessi mál hafa þróast.

Nafnlaus sagði...

Sammála Pétur - en það er ósköp eðlilegt að menn súpi seyðið af þessum tæknilegu mistökum í kosningum. Kosningarnar 2003 eru vart marktækar þar sem afleiðingar gjörða manna voru ekki ljósar. Hins vegar er umhugsunarvert fyrir framsóknarmenn að velta því fyrir sér hvers vegna þeir einir þurfi að súpa þetta ramma seyði....

Pétur Gunnarsson sagði...

æ hlífðu mér við þessum tæknilega mistakabrandara í þessu sambandi.

Nafnlaus sagði...

Framsóknarmenn eru ekki búnir að gera upp eitt né neitt.
Ágætis byrjun væri að fara í gegnum þær spurningar sem eru á þessari síðu: http://sigmarg.blog.is/blog/sigmarg/entry/61060/
Þetta er með ömurlegri lýðskrums tilburðum sem ég hef séð lengi þessi ræða sem Jón var með á miðstjórnarfundinum...
IJ