föstudagur, nóvember 03, 2006

Hvernig liggur þetta á Suðurnesjum?

Blaðið hefur í dag eftir Árna Gunnarssyni, fyrrverandi alþingismanni, að Lúðvík Bergvinsson sé öruggur um fyrsta sætið en Björgvin G. Sigurðsson sláist um 2. sætið við Jón Gunnarsson í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.

Nú man ég frá því að ég las forsíðu heimasíðu Lúðvíks fyrir hálfum mánuði að þar kom fram að Árni var einn hans helsti stuðningsmaður fyrir kosningarnar 2003. Held að Blaðið hefði mátt leita víðar heimilda áður en þetta mat var lagt á stöðuna. Ég hef á tilfinningunni að Björgvin muni landa fyrsta sætinu en ég bíð enn eftir að spámaðurinn komi með tölurnar.

Spurning hvort Jón nær að nýta sér það að fátt er um Suðurnesjamenn á þingi og Suðurnesjamann hafa blátt áfram ekki komist inn í ríkisstjórn á Íslandi, svo elstu menn muni. Suðurnesjamenn eiga nú engan í alvörubaráttu hjá Sjálfstæðisflokknum í Suðurkjördæmi og hjá Framsókn er Hjálmar Árnason einn Suðurnesjamanna í framboði. Suðurnesin eru með 40% kjósenda í kjördæminu. Af hverju ætli Róbert Marshall hafi ákveðið að skrá sig í félagið í Reykjanesbæ frekar en heima hjá sér í Vestmannaeyjum?

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég tek undir tilfinningu þína með Björgvin og vil endilega spá með þér:

1. Björgvin G. Sigurðsson
2. Róbert Marshall
3. Lúðvík Bergvinsson
4. Ragnheiður Hergeirsdóttir
5. Sigríður Jóhannesdóttir

En svo er aldrei að vita þar sem sumir virðast vera búnir að koma sér í mörg lið, bakka aðra upp á Suðurnesjunum en í Eyjum.

Nafnlaus sagði...

Árni var ekki aðeins yfirlýstur stuðningsmaður Lúðvíks fyrir kosningarnar 2003 heldur er hann það aftur nú. Þetta, eins og svo margt annað, er bara auglýsing úr herbúðum Lúðvíks.