fimmtudagur, nóvember 02, 2006

Kosningaspá dagsins

Það er mikil prófkjörshelgi framundan. Prófkjör hjá Samfylkingarfólki í Suðurkjördæmi, Suðvesturkjördæmi og Norðausturkjördæmi og líka hjá Framsókn í Suðvestur. Kosningu er lokið í Norðaustrinu og fyrstu tölur koma kl. 18 á laugardag. Ég bý svo vel að vera í sambandi við mann sem veit nákvæmlega hvernig þetta fer í Norðaustur þótt hann hafi ekki komið til Akureyrar lengi og tel mig hafa traustar heimildir fyrir því að þetta fari svona:
1. Kristján L. Möller
2. Einar Már Sigurðarson
3. Lára Stefánsdóttir
4. -5. Sveinn Arnarsson/ Örlygur Hnefill Jónsson
Ef einhver telur sig vita betur en minn hingað til allt að því óskeikuli heimildarmaður þá vinsamlegast gerið athugasemdir í kommentum.

Ég vonast til að heimildarmaður minn upplýsi mig svo um úrslitin í Suður- og Suðvestur með góðum fyrirvara og amk áður en kjörstaðir opna.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er rétt spá hjá honum, nema að við fáum ekki að vita með 4-5. sæti þar sem einungis er kosið um 3 efstu.

Nafnlaus sagði...

Ég er hvorki norðaustfirðingur né er ég í Samfylkingunni en í guðanna bænum Samfylkingarmenn forðið okkur frá því að monthaninn á Akureyri fari fram með sérframboð eins og hann er búinn að hóta ef Akureyringar verða ekki ofarlega á listum.

Forðið okkur frá sérframboði og kjósið Akureyringa!

Nafnlaus sagði...

Fróðleg væri að fá spá um hvernig kosningarnar fara hjá Framsókn í Suðvestur áður en kosið verður á kjördæmisþinginu á laugardag.

Mun eitthvað koma á óvart þar?

Pétur Gunnarsson sagði...

Hér verða fluttar fréttir af því fyrir kjör og eftir. Þar gæti margt orðið spennandi.