föstudagur, nóvember 10, 2006

Mannanafnanefnd verði lögð niður

Nafn manna hefur löngum verið talið einn mikilvægasti þáttur sjálfsmyndar þeirra og margir hafa litið svo á að það varðaði fremur einkahagi fólks og persónurétt þess en hagsmuni alls almennings.
Þessi orð eru rituð í greinargerð með frumvarp til laga um breytingu á lögum um mannanöfn, sem Björn Ingi Hrafnsson flytur á Alþingi ásamt Guðlaugi Þór Þórðarsyni, Guðjóni Ólafi Jónssyni og Sæunni Stefánsdóttur.

Í frumvarpinu er eytt út úr gildandi lögum öllum tilvísunum til mannanafnanefndar og hún lögð niður. Þannig að þeir einstaklingar sem hafa hist reglulega til funda til þess að fjalla um það hvort rita eigi nöfn manna með einu r-i eða tveimur þurfa að finna sér annað að gera verði frumvarpið að lögum.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ég vissi það að Guðlaugur Þór ætlar að færa XD nær miðjunni og taka XB í pakkann með Birni Inga. Guðlaugur þór er ekki hægri maður

Nafnlaus sagði...

Mér hefur alltaf fundist undarlegt að kenna mannanafnanefnd um þau lög sem alþingi sjálft hafði sett þar sem fram kom að nöfn ættu að samræmast íslensku beygingarkerfi (sem er ekki hægt, því að þá yrði að banna nöfnin Stefán og Friðrik) eða eiga langa samræmda hefð í málinu. Svo hefur hver mannanafnanefndin á fætur öðrum reynt að framfylgja þessum lögum og fengið yfir sig allar skammir. Og nú ætla stjórnmálamenn að slá sig til riddara með því að leggja niður nefndina og fullyrða í greinargerðinni að vandinn sé ekki lögin sjálf heldur nefndin.

Verulega voguð aðgerð.

Pétur Gunnarsson sagði...

Ekki var nú meiningin að sulla ábyrgðinni af því klúðri sem mannanafnanefnd hefur verið alfarið í fangið á því fólki sem fékk þetta verkefni. Auðvitað eru lögin fyrst og fremst vandamálið, en ég hef samt á tilfinningunni að ýmsar ákvarðanir sem hafa birst séu til marks um fárárlega mikinn formalisma í framkvæmdinni.

Nafnlaus sagði...

Svo vel hafði tekist til með alfrjálsa nafnahefð í landinu um þúsund ár og öld betur, þar sem engar formlegar hömlur voru á nafngiftum, að hinu háa Alþingi þótti nauðsynlegt að lögfesta afurð frelsisins með því að afnema frelsið(!).
Stórkostlegt dæmi um "frjóan" frelsishug hinna göfugu þingmanna vorra(!).

Nafnlaus sagði...

Það eru reyndar stífari reglur um nafngiftir á hinum Norðulöndunum, og ef forstöðumaður trúfélags skv. þessum frumvarpi vill ekki fallast á nafngift, vegna ama sem barn kynni að hafa af því eða af öðrum ástæðum, þá er unnt að kæra það til úrskurðar dómsmálaráðherra.
Þetta frumvarp er mikil afturför enda er það hluti af menningu landsins að halda í nafnahefðina. Undarlegt að hinn þjóðlegi framsóknarflokkur (skv. skilgreiningu formanns) skuli leggja frumvarp þessa efnis fram.

Kv. Arnór S.