mánudagur, nóvember 06, 2006

Samræmt göngulag

Nú liggur fyrir að Guðjón Arnar, Margrét Sverrisdóttir og Ólafur F. Magnússon bakka Magnús Þór Hafsteinsson upp í málflutningi hans um útlendinga. Sigurjón Þórðarson hefur áður talað á svipuðum nótum. Þar með eru foringjar Frjálslyndra allir um borð í skútunni og ekki ástæða til að velta frekar fyrir sér möguleikanum á að flokkurinn klofni út af málinu, að svo stöddu. Þau sameinast um að grípa þetta hálmstrá til að bjarga sér frá 3% fylgi og yfirvofandi útþurrkun úr pólitíkinni.

Hins vegar þætti mér enn fróðlegt að heyra viðbrögð Guðrúnar Ásmundsdóttur og Ástu Þorleifsdóttur við þessum fréttum af flokknum sem þær gengu til liðs við fyrir sveitarstjórnarkosningar.

Nú vantar skoðanakönnun. Vonandi bætir Fréttablaðið úr því.

1 ummæli:

Grimur sagði...

Mér skylst að Margrét og Guðjón Arnar bakki Magnús upp. Það hljómar vissulega saklaust þegar flokkar segjast vera að hefja málefnalega löngu tímabæra umræðu um einhver mál. Menn stíga varlega til jarðar en það sem gerist er að skriða fer af stað. Skriða af fáfræði og þröngsýni. Það þarf ekki að leita lengi í kommentakerfi Magnúsar til þess að finna þessi sjónarmið:

Hættum að flytja inn þessa ómenntuðu útlendinga (6. nóvember 2006, kl. 22:40)
Nú er komið nóg af þessu " liði". Allt í lagi að taka á móti vel menntuðu fólki. En hættum að gera Ísland að láglauna landi og safna hingað dópurum og bönkurum.PAKK !

Kristín Tryggva

got hjá þér magnús (6. nóvember 2006, kl. 17:06)
það er sko laungu tímabært að taka upp hanskana firir íslendinga og íslensku þjóðina. Það er gott að frjálslindir vilji sporna gegn úrkinjun hins íslenska stofns og íslenskrar tungu. maður sér bara í anda lestir af hestvögnum með sígaunum frá rúmeníu að rembast upp Kambana og stoppa alla umferð eða þá mongóla í júrtum upp um alla veggi á hálendinu. mér finnst líka klógt að biðja um hreina sakaskrá þeirra sem ætla að lauma sér inní landið til að lifa á okkur. eitt sinn avbrotamaður alltaf avbrotamaður. gæti þessi góða regla einnig verið tekin upp innann frjálslindaflokksins þannig að þeir sem ekki hafa hreina sakaskrá verða að fara í annann flokk tildæmis sjálfstæðisflokkinn somuleiðis gætuð þið einnig beðið þá sem kjósa flokinnn að framvísa sakavotorði ekki viljum við vera kosnir af glæbonum. kkv

Bjorn

Hvað kostar þetta mig og þig? (6. nóvember 2006, kl. 13:54)
Ég get verið sammmála þér í flestum þeim atriðum sem þú ræddir í umræddum þætti. Allavega þeim sem ég hef heyrt um, þetta var rætt mjög ýtarlega í síðasta kaffitíma. Ég sá því miður ekki þáttinn. En það sem snýr að mér í þessu „útlendingamáli“ er að nú hefur fasteignaverð hrunið þar sem ég bý. +Ég áætla varlega að mín íbúð hefur lækkað í verði um það bil 4 til 5 miljónir nú síðustu fjögur árin. Að all miklu leyti vegna aðfluttra útlendinga. Er þetta að gerast víða? Það þarf því að mínu áliti að skrúfa fyrir þennan óarðbæra innflutning.

Gunnar Halldórsson


Hér er stefnusrká fyrir flokka sem aðhyllast þessar hugmyndir (Dansk folkeparti)

Landet bygger på den danske kulturarv, og dansk kultur skal derfor bevares og styrkes

Kulturen består af summen af det danske folks historie, erfaringer, tro, sprog og sædvaner. Beskyttelse og videreudvikling af denne kultur er en forudsætning for landets beståen som et frit og oplyst samfund.

Vi ønsker derfor en bred indsats for at styrke danskheden overalt. Udenfor Danmarks grænser bør der gives økonomisk, politisk og moralsk støtte til danske mindretal.

Danmark er ikke et indvandrerland og har aldrig været det. Vi vil derfor ikke acceptere en multi-etnisk forvandling af landet

Danmark er danskernes land, og borgerne skal have mulighed for at leve i et trygt retssamfund, der udvikler sig i overensstemmelse med dansk kultur.

Udlændinge skal kunne optages i det danske samfund, men kun under forudsætning af, at dette ikke sætter tryghed og folkestyre på spil.

Udenlandske statsborgere skal i begrænset omfang, efter særlige regler og i overensstemmelse med Grundlovens bestemmelser, kunne opnå dansk indfødsret.