fimmtudagur, nóvember 09, 2006

Skilaboð til Ragnheiðar Ríkharðsdóttur

Það er heilsíðuauglýsing í Blaðinu í dag frá stuðningsmönnum Ármanns Ólafssonar, sem keppir við Ragnheiði Ríkharðsdóttur um 3ja sæti sjálfstæðismanna í Kraganum um helgina.

Alls konar fólk lýsir þar yfir stuðningi við kappann en stuðningur sumra skiptir meira máli en stuðningur annarra. Þess vegna tek ég eftir rastaða rammanum neðst í auglýsingunni. Þar kemur fram að Þorgerður Katrín, hinn óumdeildi leiðtogi listans, og Bjarni Benediktsson, hinn óumdeildi maður í 2. sæti, ætla að mæta á kosningaskrifstofu Ármanns kl. 17.30 í dag og spjalla um málefni kjördæmisins.

Skilaboðin verða ekki öllu skýrari, forystan vill sjá Ármann á Alþingi. Þá er bara spurning hvort kjósendur eru á sama máli.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég held að þetta sé ekki alveg rétt hjá þér Pétur. Minni nefnilega að ég hafi séð auglýsingu frá Ragnheiði bæjarstjóra þar sem þau Þorgerður og Bjarni voru auglýst sem gestir. Það sama á við um Sigurrós bæjarfulltrúa og einn af týndu þingmönnunum. Kv. Aðdáandi

Nafnlaus sagði...

Pétur, þér skjöplast. Þorgerður og Bjarni hafa gert það sama fyrir Ragnheiði.

Nafnlaus sagði...

Pétur, þér ekki aðeins skjátlast, heldur snýrðu hlutunum á hvolf. Þorgerður Katrín er grjóthörð stuðningskona Ragnheiðar Ríkharðsdóttur en Bjarni Benediktsson styður hvorugan. Þau voru saman á nákvæmlega eins auglýsingu hjá Ragnheiði og bjóða öllum frambjóðendunum að gera svona auglýsingu.

Nafnlaus sagði...

Sambærilegur fundur var haldinn í Mosfellsbæ 2. nóvember. Sjá http://www.ragnheidurrikhardsdottir.is/www/?p=31