þriðjudagur, nóvember 21, 2006

Til hamingju Ísland

Ég óska íslenskum West Ham aðdáendum til hamingju. Þeir voru átta í óktóber en verða væntanlega orðnir álíka margir og eigendur Toyota-bíla fyrir áramót. Litlir drengir í West Ham bolum merktum Reo-Coker og Bobby Zamora verða hvarvetna næsta vor og ólíklegustu menn munu halda því fram að David James hafi alltaf verið vanmetinn markvörður.

En hver tekur við KSÍ af Eggerti Magnússyni? Ég sé ekkert skrifað um það. Er ekki Guðni Bergsson rétti maðurinn í þetta? Hann vinnur meira að segja í Landsbankanum, ekki satt.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Er þetta svona merkilegt að það sé fyrsta frétt í hádegi á Rúv? Er ég að misskilja þetta eitthvað?

Nafnlaus sagði...

Ef spá þín um fjölgun West Ham aðdáenda í kjölfar kaupanna byggir á fjölgun Chelsea aðdáenda eftir að Eiður Smári kom þangað, held ég að þú farir villur vegar. Snjallir íslenskir fótboltamenn draga alltaf að sér íslenska aðdáendur, litlir kallar með stóra bindishnúta gera það ekki endilega, þó þeir séu íslenskir. Eða hversu margir skyldu halda með ManU, Liverpool eða Arsenal vegna samstöðu og samkenndar með stjórnarformönnum þessara liða?

Einar Örn sagði...

David James spilar með Portsmouth :-)

Hann hefur ekki spilað fyrir West Ham í nokkur ár.

Nafnlaus sagði...

Guðni Bergs vann stutt í Landsbankanum og er ekki þar lengur.

Nafnlaus sagði...

Er ekki Páll Magnússon bæjarritari í Kópavogi tilvalinn í starfið?

Nafnlaus sagði...

Áhugaverð fréttamennska að spyrja Eggert ekkert út í launamál landsliðanna. En í kjölfarið af þeirri umræðu hefur Eggert ekkert látið ná í sig. Nú þegar honum hentar kemur hann fram og þöggunin hefur klárlega virkað þar sem enginn fréttamaður þorir að spyrja hann út í þetta!!