sunnudagur, nóvember 05, 2006

Veðurteppa

Sammála: Nú var alveg ljóst að óveðrið myndi bresta á í nótt. Þetta mátti heyra í öllum fréttatímum í gær. Samt gat Samfylkingin ekki komið kjörgögnum frá Vestmannaeyjum upp á land í tæka tíð í gærkvöldi. Talning í prófkjörinu í Suðurkjördæmi hefur tafist sem þessu nemur. Kannski verður ekki talið fyrr en eftir hádegi á morgun. Meira hvað þessi stjórnmálaflokkur er seinheppinn!

Þetta er argasta klúður hjá Samfylkingunni eftir góða kosningaþátttöku. Um 5.000 manns tóku þátt, sem er um 17,5% af fjölda kjósenda í kjördæminu í kosningunum 2003. Um 13% kjósenda kusu hjá Sjálfstæðisflokknum í borginni.

Um 1.200 atkvæði eru veðurteppt í Vestmannaeyjum heyrði ég í fréttum. 2.800 Eyjamenn greiddu atkvæði í sveitarstjórnarkosningunum nú í vor. Þannig að Eyjamenn eru að skila yfir 40% af kjósendum sínum til þátttöku í þessu prófkjöri.

Engin ummæli: