miðvikudagur, desember 06, 2006

Bækur

Sótthiti, stífluð skilningarvit og almennt slen stuðlar ekki að bloggi, a.m.k. ekki í mínu tilviki. Kom ekki frá mér staf. Í slíku ástandi kemur sér hins vegar vel að eiga áhugaverðar bækur ólesnar. Ég náði loks að klára bók Bob Woodwards, lesa bók John Dean um Conservatives Without Conscience frá upphafi til enda og er kominn vel inn í bók Sidney Blumenthal, How Bush Rules, Chronicles of a Radical Regime þegar ég rís úr rekkju. Bók Blumenthals er best en bók Dean er einnig feykilega athyglisverð og afhjúpandi. Allar til hjá Amazon, besta vini íslenskra neytenda.

Sérstaklega held ég að bók Dean gæti vakið áhuga margra vina minna í Sjálfstæðisflokknum, sem fundið hafa til skyldleika við bandaríska repúblíkana frá dögum Barry Goldwaters. Dean skrifaði bók sína í samráði við Goldwater en lauk verkinu ekki áður en sá gamli lést. Hún er magnað uppgjör fyrrverandi innsta kopps í búri bandarískra íhaldsmanna við það samfélag sem Repúblíkanaflokkurinn er orðinn. Íhaldsmenn af gamla skólanum flýja nú þennan flokk óttans, afneitunarinnar og ofstækisins hver á fætur öðrum og einnig frjálshyggjumenn, sem jafnvel eru farnir að leita hófanna um samstarf við demókrata.

Engin ummæli: