föstudagur, desember 08, 2006

Brynjólfur vill ritstýra Blaðinu

Það bíður mikil áskorun þeirra Sigurðar G. Guðjónssonar útgáfustjóra og Karls Garðarssonar framkvæmdastjóra að halda Blaðinu gangandi við þær aðstæður sem nú blasa við í útgáfunni.

Ritstjórinn -sme hefur sagt upp störfum, líka þrír aðrir lykilstjórnendur á ritstjórninni, Janus sonur sme, og fréttastjórarnir Brynjólfur Guðmundsson og Gunnhildur Arna. Enginn blaðamaður hefur sagt upp, t.a.m. ekki Trausti Hafsteinsson, bróðursonur sme, en sögur gengu um það í dag. Andrés Magnússon blaðamaður er á uppsagnarfresti sem rennur út um áramót og í byrjun vikunnar hætti Örn Arnarson, umsjónarmaður erlendra frétta, en hann hefur ráðið sig til starfa á nýju og endurbættu Viðskiptablaði. Eini stjórandinn á ritstjórninni, sem enn hefur ekki sagt upp er Elín Albertsdóttir, hún er nýkomin til starfa, og sagði samstarfsmönnum sínum í dag að hún teldi að hún hefði nánast verið fengin um borð í fleyið á röngum forsendum.

Það er ekki auðvelt að sjá hvers vegna Sigurður G. og Karl báðu -sme ekki að taka föggur sínar og fara út um leið og hann tilkynnti þeim fyrirætlanir sínar, það hlýtur að vera erfitt fyrir bæði ritstjórann og eigendurna að hafa kallinn vappandi á ritstjórninni við þessar aðstæður. Kannski telja þeir að þeir standi þannig betur í dómsmáli eða lögbannsmáli sem þeir munu væntanlega höfða gegn honum þegar hann gengur á dyr.

Engin ummæli: