sunnudagur, desember 03, 2006

RÚV í leyniþjónustustarfsemi?

Guðmundur birtir merkar upplýsingar sem kalla á nánari skýringar. Bendir til þess að starfsmenn Ríkisútvarpsins hafi fyrir 30 árum unnið fyrir ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytisins við að halda til haga ummælum manna um pólitík í útvarpinu.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæll Pétur,

Ég er ekki viss um að rétt sé að orða þetta svona. Hver sem er gat (og getur) í sjálfu sér pantað upptöku frá Útvarpinu. Fyrr á árum, þegar menn voru jafnvel enn viðkvæmari en nú fyrir því hvað sagt var í útvarp, var það, held ég, ekki óalgengt að spólur með upptökum af þáttum væru sendar til hinna og þessara hlustenda. Starfsfólk Útvarpsins hefur væntanlega talið það eðlilegt hlutverk sitt að verða við slíkum beiðnum.

Pétur Gunnarsson sagði...

Sæll Guðmundur, mér finnst það ekki fyrsta ályktunin af orðum sendilsins að þetta hafi verið rútína. Ég man ekki til að þjónustustig hinnar opinberu stofnunar hafi verið svona hátt gagnvart almenningi á þessum tíma að hún hafi stunduð almenna heimsendingarþjónusta á spólum, utan skrifstofutíma. Það væri æskilegt að heimildarmaður þinn gæfi nánari lýsingar á atvikum ef hann getur. Þetta var honum amk sérstaklega eftirminnileg ferð og frásögnin ber ekki með sér að það hafi verið hluti af hans venjulega starfi.