föstudagur, desember 08, 2006

Nú verða sagðar fréttir

Fréttablaðið í dag setur þessa frétt á bls. 6.:
Þorsteinn Davíðsson, aðstoðarmaður Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra og sonur Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra, er meðal umsækjenda um stöðu dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur en dómsmálaráðherra skipar í embættið frá og með 1. janúar á næsta ári.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er skýrt dæmi um að við verðum að skipta um ríkisstjórn. Björn var ekki tilbúinn til að svara því ótvírætt hvort hann liti svo á að hann væri vanhæfur til þess að skipa í embættið???? Finnst þér þetta ekki brjálæðislegt?

Nafnlaus sagði...

Það má benda á spurningu Gísla Freys Valdórssonar

Hvað eiga Eiður Guðnason, Jón Sigurðsson og Sighvatur Björgvinsson sameiginlegt?

Nafnlaus sagði...

Smá lagfæring. Tengillinn að ofan opnast inn í þessum glugga sem erfitt er að lesa.

Það má í þessu samhengi benda á spurningu Gísla Freys Valdórssonar

Hvað eiga Eiður Guðnason, Jón Sigurðsson og Sighvatur Björgvinsson sameiginlegt?

http://gislifreyr.blog.is/blog/gislifreyr/entry/87566/

Nafnlaus sagði...

Útfrá umhverfissjónarmiðum hefði mátt slá tvær flugur og tilkynna strax um ráðningu Þorsteins.

Þetta er óþörf eyðsla á pappír.

Nafnlaus sagði...

afhverju er hann ekki góður kandídat sem dómari. Þótt hann sé sonur Davíðs er ekki þar með sagt að hann hann sé holdsveikur og í hvert skipti sem hann hreyfir sig koma fram samsæriskenningar. Ég er sonur föður míns eins og allir aðrir í þessum heimi og ég vill ekki að það sé á nokkurn hátt hindrandi á minn framgang hér í veröldinni. Vinstri armurinn froðufellir en sannleikurinn er sá að engir eru jafn góðir við vini sína og þeir og það vita þeir sem kasta steinum úr glerhúsi