þriðjudagur, september 26, 2006

Blaðið

Nú er könnunarvika, feðgarnir -sme og Janus umbrotssnillingur, munu áreiðanlega uppskera eins og þeir hafa til sáð undanfarnar vikur. Fara tæplega yfir Moggann í þessari atrennu en færast nær og fara að anda ofan í hálsmálið á stóra bróður.

Halldór Baldursson skopmyndateiknari blaðsins er gífurlega flottur þegar honum tekst vel upp. Ómetanlegt fyrir blað að eiga aðgang að slíku efni. Góðir teiknarar eru sannarlega fágætir í blaðamennsku. Halldór er sá fyrsti sem teiknar í íslensk blöð sem ég hef virkilega smekk fyrir. Sigmund hefur alltaf verið eitthvað of ... fyrir minn smekk þótt ég hafi oft getað hlegið að honum.

Af hverju ætli það sé svona langt síðan Andrés Magnússon fékk að skrifa leiðara? Hvað er komið langt síðan? Nokkrar vikur.

Engin ummæli: