föstudagur, september 15, 2006

Fréttastofa Stöðvar 2 endurfæðist

Enn er ekkert í fjölmiðlum að gagni um mál NFS en mér er sagt að málið sé þetta: 1. NFS verður lokað. 2. Fréttastofa Stöðvar 2 verður endurvakin uppi á Lynghálsi. 3. Ísland í Bítið verður áfram sent út uppi á Lynghálsi. Það verður augljóslega mikil fækkun í starfsliðinu. Semsagt: Það verður sett í bakkgírinn og farið í það horf sem hlutirnir voru í áður.

Tímaritaútgáfunni verður hætt eins og fram kom í Blaðinu í morgun. Enn er tekist á um DV, sem mér skilst að seljist aðeins í 4-5000 eintökum í hverri viku og tapi því stórfé. Mér finnst það að vissu leyti sorglegt því að ég tel að Páll Baldvin hafi náð að gera góða hluti með blaðið undanfarna mánuði. Íþrótta- og menningarumfjöllun í sérflokki, en það er kannski ekki það sem hinn hefðbundni markhópur DV hefur verið að leita eftir. En ég held að DV sé ekki á hausnum af því að hann hafi ekki staðið sig; það eru fortíðarvandræðin sem eru að sliga skútuna. Vörumerkið dó í vetur sem leið.

Engin ummæli: