fimmtudagur, september 21, 2006

Helga Vala í prófkjör hjá Samfylkingunni í Norðvestur

Helga Vala Helgadóttir er í þann veginn að gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Hún mun setja markið á 2.-3. sætið og kemur sterk inn í baráttuna.

Helga Vala, leikarari, leikstjóri, fjölmiðlakona, laganemi, og bæjarstjórafrú er nýlega flutt til Bolungarvíkur ásamt eiginmanni sínum, Grími Atlasyni bæjarstjóra. Ekki er vafi á að hún mun hressa verulega upp á framboðslista Samfylkingarinnar í kjördæminu. Í prófkjörinu mun Helga Vala meðal annars etja kappi við Önnu Kristínu Gunnarsdóttur, Sigurð Pétursson, Bryndísi Friðgeirsdóttur og Karl V. Matthíasson, að ógleymdum Guðbjarti Hannessyni, skólastjóra á Akranesi, sem spáð er sigri í baráttunni um 1. sætið.

Engin ummæli: