föstudagur, september 22, 2006

Getraun dagsins

Er ekki nokkuð ljóst að það eru greinar Hreins Loftssonar um Björn Bjarnason sem eru tilefni Staksteina í dag, einkum seinni greinin? Ég held það.

Þarna er líka talað um einhverja sem að baki standi og oti mönnum eins og Hreini fram, það er eins og Hreinn megi ekki bara bera ábyrgð á þessu sjálfur heldur sé hann verkfæri í höndum annarra, ekki maður heldur peð. Hvaða illvirki er það sem teflir Hreini fram. Eiga Staksteinar við Jón Ásgeir? Var mér amk ekki ætlað að skilja það þannig?

Annarri spurningu er ósvarað (ef það er rétt kenning að við Hrein sé átt): Fyrst skrif Hreins voru svona rætin og svakaleg, af hverju samþykkti ritstjóri Morgunblaðsins þá að birta þau í blaðinu sínu?

Engin ummæli: