fimmtudagur, september 07, 2006

Mathiesen og Sigfússon

Það eru ákveðin tíðindi í því að Árni Sigfússon stilli sér upp sem helsti bakhjarl Árna Matt fyrir áhugamenn um intrígur í Sjálfstæðisflokknum. Þeir voru hvor í sínum arminum í þrjátíuárastríðinu innan hreyfingar ungra sjálfstæðismanna. Mathiesen var t.d. framarlega í flokki stuðningsmanna Sigurbjörns Magnússonar á þingi SUS í Borgarnesi 1987 en þar tapaði Sigurbjörn naumlega fyrir Árna Sigfússyni eftir blóðuga baráttu.

Sú kosning skildi eftir sig sár sem voru örugglega helsta ástæða þess að Davíð Oddsson treysti sér ekki til þess að styðja Árna Sigfússon sem arftaka sinn þegar hann yfirgaf Ráðhúsið og sneri sér að landsmálunum. Sigfússon var í hófsamari arminum en Mathiesen í frjálshyggjuarminum með Sigurbirni, Hannesi Hólmsteini, Gunnlaugi Sævar og fleiri vinum Davíðs.

Engin ummæli: