fimmtudagur, september 07, 2006

Árnarnir í Suðurkjördæmi

Er að horfa á blaðamannafund þar sem Árni Mathiesen tilkynnir um framboð í fyrsta sæti hjá Sjálfstæðisflokknum í Suðurkjördæmi. Bak við hann standa tveir stólpar íhaldsins í Reykjanesbæ; Steinþór Jónsson hótelstjóri og snillingur og Árni Sigfússon, bæjarstjóri.
Ég held að það sé ljóst að Árni Sigfússon væri ekki að stilla sér upp sem stuðningsmaður Árna Matt nema það væri búið að semja við Árna Johnsen frænda hans um að sækjast ekki eftir 1. sæti í Suðurkjördæmi heldur láta sér nægja 2. eða 3. sæti.

Engin ummæli: