miðvikudagur, september 27, 2006

Obb bobb bobb !

Nákvæmlega hvað felst í þessum varnarsamningi hvað varðar hefðbundnar varnir sem ekki leiðir af stofnsáttmála Atlantshafsbandalagsins? Það að hingað komi einhverjir hermenn til æfinga eina viku á ári hverju? Er þetta þá 1/52 úr varnarsamningi, eða hvað?

Athyglisverðar þessar athugasemdir Baldurs Þórhallssonar. Víkingasveitin og ríkislögreglustjóri í samstarf við bandarísk lögreglu og hermálayfirvöld, og þá væntanlega mennina sem gáfu heiminum Abu Ghraib og Guantanamo og víðtækustu símhleranir án dómsúrskurða í mannkynssögunni, svo fátt eitt af afrekalista undanfarinna ára sé rakið. Er það málið? Á víkingasveitin að vera í lögreglubúningi hér á götunni milli þess sem hún er í æfingabúðum hjá Bandaríkjaher? Stundum í hernum, stundum ekki, en alltaf með byssurnar í beltinu.

Af hverju í ósköpunum er ekki leitað samstarfs við nágrannaþjóðirnar um löggæslu og öryggiseftirlitsþáttinn? Hvað hafa Bandaríkjamenn að bjóða okkur í því efni annað en að vísa veginn inn í Gulag 21. aldarinnar? Hvaða mat á íslenskum öryggishagsmunum býr hér að baki, hverjir hafa lagt það mat á þá hagsmuni að þeim sé borgið með þessu?

Engin ummæli: