fimmtudagur, október 26, 2006

Allt í klandri

Ég sagði hér að neðan að borgarstjórinn styddi Gulla og dró þá ályktun af heilsíðuauglýsingunni góðu. Eftir að hafa horft á gamla, góða Villa í kvöldfréttum Stöðvar 2 er ljóst að ekki er allt sem sýnist. Borgarstjóri veit ekki sitt rjúkandi ráð. Hvað getur hafa breyst í dag?

Formaður og borgarstjóri Sjálfstæðisflokksins eru greinilega ekki mjög miklir kappar þegar á hólminn er komið. Þeir létu hafa sig í það að efna til átaka við Kjartan og Björn en reyna svo að hlaupa í felur þegar mest gengur á. Kannski er þeim einhver vorkunn, það er örugglega hægara sagt en gert að eiga við þá innvígðu og innmúruðu í bardagaham.

En óneitanlega hefði verið gaman að vera fluga á vegg þegar Guðlaugur Þór horfði á þetta, nýbúinn að eyða tæplega hálfri milljón í heilsíðuauglýsingu með Villa í Fréttablaðinu. Og nú sé ég frétt á heimasíðu Gulla þar sem fagnað er "afgerandi stuðningi" borgarstjórans. Ertu ekki að grínast?

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Maður þarf sennilega að vera stjórnmálamaður til að skilja þetta ;)

Pétur Gunnarsson sagði...

Ég held að það hjálpi að vera sýktur af bakteríunni ;)