fimmtudagur, október 26, 2006

Mannauðsstjórnun

Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra vill tryggja aðgengi útlendinga að íslenskunámi. Gott hjá honum.

Ég þekki kennara sem er með tvo 15 ára gamla drengi í bekknum sínum, nýflutta til landsins. Hann gerir sitt besta en hvorugur skilur orð í íslensku og móðurmál þeirra er annarrar gerðar og ættar en okkar. Þeir mæta í skólann og sitja kyrrir á sínum stað í bekknum frá klukkan 8-14 fimm daga í viku, skilja ekki orð og fá nánast enga aðstoð til þess að læra tungumálið eða læra eitthvað á sínu eigin.

Ég er viss um að með hverjum tímanum vex innra með þeim sú tilfinning að þeir séu utangarðs, öðruvísi, eigi ekkert sameiginlegt með hópnum og þeir gætu eins verið á tunglinu. Það er bókstaflega verið að reka þá út úr samfélaginu með því að sóa tíma þeirra á þennan hátt.

Þú reddar þessu Maggi, það er bara verið að rækta þarna reiða, unga menn. Við eigum nóg af þeim fyrir.

Engin ummæli: