miðvikudagur, október 18, 2006

Alltaf er auglýsingadeildin að koma á óvart

Birgir Ármannsson á forsíðu Blaðsins og líka á baksíðunni, síðu 2 og næstöftustu síðunni. Ég get ímyndað mér stemmninguna á ritstjórn Blaðsins þegar það fær svona sendingar frá auglýsingadeildinni, tveimur dögum eftir lesendakönnun sem staðfestir að það er í gífurlegri sókn.

Það verður athyglisvert að sjá hvað Valdimar segir um þessi vinnubrögð. En ég vona að Birgi gangi vel og að sjálfstæðismenn í Reykjavík lesi kálfinn frá upphafi til enda og styðji Birgi svo í 3.-5. sætið. Hann er toppmaður.

Engin ummæli: