þriðjudagur, október 31, 2006

And the winner is...

Eftir líflegar umræður í kommentakerfinu hér að neðan treysti ég mér til þess að úrskurða að Anna Kristín Gunnarsdóttir er verðugur handhafi titilsins Óþekkti þingmaðurinn. Aðrir sem koma sterkir inn og deila 2.-4. sæti eru Valdimar Leó Friðriksson, Þuríður Backman og Jón Gunnarsson.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hann heitir Valdimar Leó Friðriksson ... spurning hvort hann verðskuldar ekki fyrsta sætið fyrst jafn glöggur maður og þú gast ekki einu sinni munað nafnið eina dagstund

Pétur Gunnarsson sagði...

Úpps, þetta verð ég að leiðrétta strax.

Nafnlaus sagði...

Athyglisvert að þetta séu allt stjórnarandstöðuþingmenn.

Muna menn eftir öllum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins? T.d. Kjartani Ólafssyni, Sigurrósi Þorgrímsdóttur eða Guðmundi Hallvarðssyni.

Með kveðju, Eygló

Nafnlaus sagði...

Og það dettur engum í hug að Anna Kristín hafi kannski verið að gjalda skoðana sinna heima fyrir; hún fór jú ekki fremst í flokki þeirra sem heimtuðu nýtt álver í hvern fjörð og taldi beinlínis nóg komið.

Pétur Gunnarsson sagði...

Varðandi þetta með stjórnarandstöðuþingmennina: Kjartan barst hér í tal, en hann kom inn á þing að tæplega hálfnuðu kjörtímabili, vissulega hefur hann lítið gert. Sigurrós, vissulega, en hún kom fyrst inn þegar Gunnar Birgisson hætti sl. vor. Hún hefur ekkert sýnt ennþá en er í sömu stöðu og Anna Kristín var um þetta leyti árs 2003. Guðmundur Hallvarðsson var hér mikið í fréttum í sumar vegna hugmynda hans og umræðu um strandflutninga og hefur verið það lengi að mér fannst hann ekki koma til greina. Varðandi stjórnarandstöðupunktinn þá var hann ræddur hér í kommentum við fyrri færsluna, það er bara þannig að stjórnarandstæðingar hafa öll tækifæri til þess að koma sér á framfæri, stjórnarsinnar eru í annarri stöðu varðandi það að sprikla á eigin vegum, það er bara sanngjarnt að taka tillit til þess, finnst mér.

Pétur Gunnarsson sagði...

Varðandi þetta með virkjanirnar, já, mér finnst sennilegt að þetta hafi spillt fyrir Önnu Kristínu heima í Skagafirði, og vissulega boðar það ekki gott fyrir afdrif nýrrar umhverfisstefnu Samfylkingarinnar á landsbyggðinni.
En, hefði það sama þá ekki átt að gilda um Helgu Völu, sem er þekktur virkjunarandstæðingur? Hana vantaði 16 atkvæði til þess að skjóta Önnu Kristínu aftur fyrir sig. Hefði virkjanaandstaðan þá ekki enn frekar átt að draga úr þeirri kosningu sem hún þó fékk. Spyr sá sem ekki veit?