miðvikudagur, október 25, 2006

Elín Alberts á Blaðið

Blaðinu hefur bæst góður liðsauki. Elín Albertsdóttir hefur verið ráðin þar til ábyrgðarstarfa á ritstjórninni og kemur til vinnu um næstu mánaðamót. Elín er með reyndustu mönnum í faginu, nýhætt sem ritstjóri Vikunnar og var áður lengi á DV. Væntanlega mun hún taka að sér störf á innblaðinu.

Einnig er komin í fréttir á Blaðinu Ingibjörg Bára Sveinsdóttir, sem áður var aðstoðarritstjóri Vikunnar, og þar áður í fréttum á DV. Ekki er vafi á að það styrkir unga ritstjórn Blaðsins að fjölga þar reynsluboltum í hópi blaðamanna.

Engin ummæli: