föstudagur, október 27, 2006

Það er fjör í Eyjum

Utakjörfundaratkvæðagreiðsla í prófkjöri Samfylkingarinnar er hafin á skrifstofu flokksins í Eyjum, einmitt í sama húsi og Lúðvík Bergvinsson hefur opnað kosningaskrifstofu sína og líka hinir Eyjamennirnir í prófkjörinu, Guðrún Erlingsdóttir og Bergvin Oddsson.

Bíddu við, Eyjamennirnir í prófkjörinu? Hvað með Róbert Marshall, fær hann ekki líka að vera með kosningaskrifstofu á kjörstaðnum, sjálfur Brekkusöngvarinn? Nei, nýjustu fréttir herma að Róbert teljist ekki með Eyjamönnum af því að hann er ekki skráður í Samfylkingarfélagið í Eyjum, heldur í Reykjanesbæ.

Engin ummæli: