mánudagur, október 16, 2006

Fleiri lesa Fréttablaðið, Blaðið í stórsókn, Mbl dalar

Það er kátt á hjalla í Skaftahlíðinni í dag og líka á ritstjórn Blaðsins. Niðurstöður úr lestrarkönnun dagblaða voru að koma í hús. Fréttablaðið er með 68,9% lestur og eykst hlutdeildin um 0,6% frá því í maí. Mogginn tapar hins vegar 4,7% lesenda og fer í 49,6% lestur. Sme og Janus eru sjálfsagt býsna kátir með útkomu Blaðsins því það bætir við sig hvorki meira né minna en 12,7% og hefur nú 45,6% lestur. Þeir feðgar eru því farnir að anda ofan í hálsmálið á stóra bróður, hinum megin við vegginn í Hádegismóum. Og ætli það sé ekki sókn Blaðsins sem veldur mestu um minnkandi lestur Moggans?

Engin ummæli: