mánudagur, október 16, 2006

Mogginn var með 8,8% frídreifingu

Þegar nánar er rýnt í könnun á dagblaðalestri kemur í ljós að Blaðið er orðið stærra en Mogginn á höfuðborgarsvæðinu, en að vísu munar þar innan við prósenti. Svo er að því að hyggja að Mogginn jók frídreifingu milli kannana, nú var frídreifing Moggans hvorki meiri né minni en 8,8% en síðast 8%. Þrátt fyrir þetta tókst ekki að halda lestrinum yfir 50%. Annað athyglisvert er að Blaðið meira en tvöfaldar lestur sinn í aldurshópnum 20-29 ára. Í maí var lesturinn 17,9% í þeim hópi en er nú kominn í 39,1%. Þannig að blaðalestur ungs fólks er að aukast. Það má telja vel af sér vikið hjá Fréttablaðinu að halda sínu og bæta við sig örlitlu miðað við þá siglingu sem Blaðið hefur verið á.

Engin ummæli: