föstudagur, október 27, 2006

Getraun dagsins

Það eru víðar prófkjör en hér á átakasvæðunum í Reykjavík. Til dæmis í Norðvesturkjördæmi. Þar er Samfylkingin að kjósa sér fólk. Getraunin er þessi: Hvernig fer? Hér er atrenna að spá en setjið endilega meira í komment.
1. Guðbjartur Hannesson.
2. Anna Kristín Gunnarsdóttir.
3. Helga Vala Helgadóttir.
4. Karl V. Matthíasson.

13 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Guðbjartur heitir maðurinn reyndar - ekki Guðbjörn.

Væru það ekki nokkur tíðindi ef Sigurður Pétursson missti tvo "Vestfirðinga" framúr sér í prófkjörinu?

Nafnlaus sagði...

Helga Vala er Reykvíkingur og hefur búið fyrir vestan í 2 mánuði fær ekki mikið,,, hún er listaspíra úr borginni á allt annari bylgjulengd en almúginn hér. Einnig eru skoðanir hennar barnalega einfaldar

Pétur Gunnarsson sagði...

Já, kannski fær hún ekki mikið á Vestfjörðum en ég heyri að hún mælist ágætlega fyrir í öðrum hlutum kjördæmisins.

Pétur Gunnarsson sagði...

Takk fyrir ábendinguna Stefán, búinn að leiðrétta.

Nafnlaus sagði...

Gaman að þessu hjá þér. Sá nafnlausi er ugglaust hress með þingmenn sína í kjördæmi sem hafa fullorðinslegu sýnina á málefnin. Stanslaus fækkun fólks um langt árabil. Mætti ég þá biðja um barnalegu listaspíruna úr Reykjavík. Eitthvað allt annað en mengaða minnimáttarkennd þess nafnlausa og þeirra sem eru á hans bylgjulengd....

Nafnlaus sagði...

Mér þykir þú ætla Sigurði Péturssyni rýran hlut og ofmeta stöðu Helgu og Karls í kjördæminu

Norðvestlendingur

Nafnlaus sagði...

Það er hellingur af "listaspírum" á Vestfjörðum og ekkert að því!! Ekki hef ég tekið eftir því að skoðanir Helgu Völu séu barnalegri en t.d skoðanir annara Vestfirðinga!! Svona hugsun er barnaleg herra eða frú anonymous!!!

Pétur Gunnarsson sagði...

OK, ég fellst á það að ég er að vanmeta Sigurð Pétursson en ég ætla að standa við það að Helga Vala á eftir að koma á óvart. Það vinnur með henni á öðrum svæðum í kjördæminu að vera ekki hefðbundinn pólitíkus af Vestfjörðum.

Nafnlaus sagði...

Nú er það þannig að karl býður sig ekki fram í nema efstu 2 sætin. Því er það mjög ólýklegt að hann endi í 4rda sætinu. Afur á móti býður Sigurður Péturs sig fram í efstu 4.

Nafnlaus sagði...

Sammála þér að Helga mun koma á óvart..en líklega ekki á þann háttinn sem þú ætlar:) ,,Hefðbundinn pólitíkus" af Vestfjörðum hefur náð langt í prófkjörum..allra flokka!!

Norðvestlendingur

Nafnlaus sagði...

Hver í veröldinni er Guðbjartur Hannesson og af hverju ætti hann frekar að sigra í þessu prófkjöri en sitjandi eða fyrrverandi þingmenn?

Nafnlaus sagði...

Vitiði til Bryndís Friðgeirsdóttir verður sigurveri þessa prófkjörs

Nafnlaus sagði...

Þetta verður skemmtileg kosning. Hef svo sem ekki trú á að þeir sem mér líst best á nái að meika það, Sveinn Kristins, Helga Vala, Ragnhildur og Benedikt. Það er leitun að þingmanni sem hefur verið jafn ósýnilegur á þingi og sá sem stendur hér til boða. Kv. Sigfús