þriðjudagur, október 03, 2006

Hagnýt ættfræði

Valgerður Bjarnadóttir ætlar að sækjast eftir öruggu þingsæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Hún hefur verið áberandi í greinaskrifum og sem álitsgjafi í sjónvarpi undanfarin ár. Valgerður er dóttir Bjarna Benediktssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, og þess vegna systir Björns Bjarnasonar, dóms- og kirkjumálaráðherra.

Fái Valgerður framgang í prófkjörinu munu þau systkinin hittast á þingi og sitja þar hvort fyrir sinn flokkinn. Ætli það auki líkur á stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar að gera Valgerði að þingmanni?

Í stjórnarmeirihlutanum sem nú situr hafa eins og kunnugt er verið bræður, hvor í sínum flokki. Kristinn H. Gunnarsson, framsóknarmaður, og Gunnar I. Birgisson, sjálfstæðismaður, eru hálfbræður. Gunnar hefur nú sagt af sér þingmennsku til þess að einbeita sér að starfi bæjarstjóra í Kópavogi.

Engin ummæli: