fimmtudagur, október 26, 2006

Hvenær styður maður mann III

Gulli og Villi svara fyrir sig á bls. 9 í Fréttablaðinu í dag. Heilsíðuauglýsing, þeir standa hlið við hlið, skælbrosandi og Vilhjálmur handskrifar stuðningsyfirlýsinguna sína til þess að það fari nú ekki á milli mála að hann standi með Gulla og að Björn hafi ekki haft leyfi til þess að tala um stuðning borgarstjórans við sig.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Fyrsta frétt vísis af málinu var óborganleg:

"NFS, 26. Október 2006 15:21

Borgarstjóri reiddist dómsmálaráðherra
Það hefur vakið athygli að í Fréttablaðinu, í dag, er heilsíðu auglýsing þar sem Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri, hvetur sjálfstæðismenn til þess að kjósa Vilhjálm Þór Þórðarson, í prófkjörinu um helgina.

Vilhjálmur Þór sækist eftir öðru sæti á lista flokksins, í Reykjavík, eins og Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra.

Samkvæmt heimildum fréttastofunnar er ástæðan fyrir þessari auglýsingu sú að í kosningabæklingi frá Birni Bjarnasyni, sem kom út í gær, var vitnað í Vilhjálm borgarstjóra, um stuðning, án hans samþykkis.

Vilhjálmur var svo ósáttur við þetta að hann ákvað að senda út þessa stuðningsyfirlýsingu við Vilhjálm Þór, í heilsíðu auglýsingu."

Það skal tekið fram að mér sýnist að fréttin hafi verið leiðrétt, rétt í þessu.