laugardagur, október 28, 2006

Lúðvík og léttadrengirnir

Lúðvík Bergvinsson er eini frambjóðandinn í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi sem hefur nægilega reynslu til þess að verða ráðherra. Eina von Samfylkingarfólks um að kjördæmið fái "sinn ráðherra" liggur í því að Lúðvík verði í efsta sætinu. Aðrir frambjóðendur hafa ekki þá reynslu sem til þarf. Þetta eru svolítið krassandi staðhæfingar. Hver er heimildin? Jú, það er Lúðvík Bergvinsson sjálfur. Hann lætur hafa þetta eftir sér í Eyjablaðinu Vaktinni.
„Hvort ég fái ráðherrastól fer eftir því hvort mér tekst að ná 1. sæti í kjördæminu í komandi prófkjöri. Takist það og með Samfylkinguna í stjórn, já. Það er ljóst að ég hef mestu reynslu þeirra sem koma af landsbyggðinni og það ásamt ýmsu öðru gerði það að verkum að ef Suðurkjördæmið fengi ráðherra yrði það væntanlega ég. Og dæmin sanna að ráðherrastóll hefur skipt sköpum fyrir mörg kjördæmi landsins. En fari svo að ég leiði ekki listann í Suðurkjördæminu eru aðrir landsbyggðarþingmenn en meðframbjóðendur mínir í fyrsta sæti listans í Suðurkjördæmi reynslumeiri en þeir og mun líklegri til að fá ráðherrastól.“

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Finst mér og þér að hann verði ráðherra í ríkissjórn hjá okkur á Íslandi, hummm...humm aftur.

Nafnlaus sagði...

Það gerist ekki örvæntingarfyllra.

Nafnlaus sagði...

Ég vil benda á að t.d. hefur Jón Gunnarsson mikla reynslu af stjórnun sveitarfélags (þrjú kjörtímabil sem oddviti) auk þess að hafa rekið fyrirtæki í fjölda ára. Skyldi bara lengd setu á þingi eiga að skipta máli þegar ráðherrastólum er úthlutað? Svo, - á nú eftir að vinna kosningarnar áður en maður fer að máta sig við stólana...

Nafnlaus sagði...

Lúlli á labbinu hlýtur að ætla sér að verða samgönguráðherra. Þá getur hann byggt nýtt pósthús í Vestmannaeyjum og gert það að landsfjórðungspóstdreifingarapparatinu.