föstudagur, október 06, 2006

Sme ætlaði á DV en hætti við

Á dögunum fékk Sigurjón M. Egilsson, -sme, tilboð sem hann gat ekki hafnað. 365 hafði samband við hann og bauð honum að verða ritstjóri DV. Þetta hefur -sme lengi langað að gera, hann taldi illa fram hjá sér gengið þegar Páll Baldvin og Björgvin voru gerðir að ritstjórum þegar Jónas og Mikael duttu fyrir borði í upphafi árs. Sme sótti það þá hart að fá að stjórna DV en Gunnar Smári bróðir hans gaf engan kost á því. Samskipti bræðranna hafa ekki verið söm síðan. Vonbrigðin með að fá ekki DV gerðu að verkum að -sme var tilkippilegur til að yfirgefa Fréttablaðið og gerast ritstjóri Blaðsins þegar Sigurður G. Guðjónsson bauð honum starfið í vor. Síðan hefur Blaðið verið á uppleið eins og við þekkjum.

En á dögunum sá -sme fram á að gamli draumurinn gæti ræst og hann fengið mikla launahækkun í leiðinni. Hann gekk þess vegna að tilboði frá 365 um að verða ritstjóri DV og ætlaði að taka með sér þangað Janus, umbrotssnilling, Brynjólf Þór og Gunnhildi Örnu, fréttastjóra. En þá kom babb í bátinn. Sigurður G. Guðjónsson, stjórnarformaður Blaðsins, neitaði að sleppa takinu á kalli, taldi sig hafa samið við hann um átta mánaða uppsagnafrest. Niðurstaðan varð sú að -sme fór hvergi. Nú hefur verið frá því gengið að ritstjórnar DV verða Óskar Hrafn Þorvaldsson og Freyr Einarsson. Páll Baldvin Baldvinsson er hins vegar farinn yfir á Fréttablaðið og mun þar sjá um menningarumfjöllun. Sme heldur áfram á Blaðinu og ekki er líklegt að launin hans hafi lækkað í reiptoginu undanfarna daga.

Í Skaftahlíðinni telja menn sig illa svikna.

Engin ummæli: